Stæði í vinnu hlunnindi?

Ég velti því fyrir mér eftir umræður við góðar vinkonur í gærkvöldi hvers vegna bílastæði við vinnustað séu ókeypis.  Eins og við vitum öll þá er ekkert ókeypis og mjög dýrt fyrir fyriræki og stofnanir að vera með land og umhirðu í kringum stæði og bíla. 

Ef að við gefum okkur að allir séu sammála um að það kosti fyrirtæki pening að reka stæði fer maður að hugsa hvort að sá sem velur Strætó sem ferðamáta í vinnunna ætti ekki að fá sambærileg hlunnindi og sá sem leggur í stæðið.   Það er aðeins munur þarna á, starfsmaðurinn á bílunum greiðir jú fyrir bílinn sinn og umhirðu við hann en samt mætti segja að þar sem starfsmaðurinn sparar fyrirtækinu rekstur eins stæðis þá ætti hann kannski réttilega að fá í staðinn aurinn sem fyrirtækið sparar.

Þessi hugsun grundvallar þau nútímalegu fyrirtæki sem setja sér samgöngustefnu og leggja ólíka ferðamáta að jöfnu.  Fyrirtæki reikna sér til þá upphæð sem þeir telja sig geta lagt til starfsmann sem ferðamátahlunnindi.  Síðan eru í boði ólíkir ,,pakkar".   Einn pakkinn er stæðið og starfsmaður greiðir þá viðbótarkostnað við stæðið í vinnunni ef það er dýrara en ferðamátahlunnindaupphæðin.  Einn pakkinn er fyrir göngugarpinn og hjólamanninn og er ákveðinn fjöldi leigubíla og kannski eingreiðsla.   Þriðji pakkinn er árskort í Strætó og ákveðinn fjöldi daga sem þú getur lagt, dagana sem þú verður að skutlast í búð eða í leikfimi.

Mér finnst þetta eina vitið og hvet fyrirtæki til að byrja á því að skoða hvað landið kostar sem öll bílastæðin sitja á og hvort þeir geti sparað peninga um leið og þeir hvetja til umhverfisvænni ferðamáta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Þetta er hreint ekki svo vitlaust. Það er nefninlega ekkert ókeypis. Þeir sem reka fyrirtæki í miðbænum hafa staðið frammi fyrir þessu og margir borgað bílastæði fyrir starfsmenn sína. Spurning hvort þeir geri eitthvað fyrir þá sem þurfa ekki á þeim að halda.

Þóra Guðmundsdóttir, 26.7.2007 kl. 22:04

2 identicon

Sæl Þorgbjörg Helga

Fín innslag hjá þér en þar sem ég hef starfað sem kennari síðustu árin fyrir Reykajvíkurborg þá sé ég einmitt sóknarfæri í þessum bílastæðispælingum og launum kennara og annarra umönnunarstétta. Það er ljóst að margir í ummönnunarstéttinni velja að vinna nálægt heimilinu og og þurfa því jafnvel að reka færri bíla fyrir vikið.  Það er spurnig hvort nýr flötur sé komin í kjarasamnina ummönnunarstétta og Reykjavíkurborgar, minni notkun á bílastæðum vs. hærri laun? Það má alltaf setja fram nýja fleti, ekki satt?

Kv, BB 

Brynja (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 22:04

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Geðveik hugmynd.. skattleggjum þessi hlunnindi undir eins  

Ef það er eitthvað sem íslendingar eiga nóg af þá er það hreint loft, vatn og pláss.... um að gera að líta á það sem hlunnindi og þá um leið að skattleggja það ;)

Ég geri ráð fyrir að það yrði næsta  skref ef fólk lætur sér ekki segjast og skilur bíltíkina eftir heima.

Óskar Þorkelsson, 26.7.2007 kl. 23:31

4 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Þetta eru áhugaverðar pælingar, bendi á færslu snillingsins Kára Harðarssonar hér á blogginu fyrr í sumar;

http://kari-hardarson.blog.is/blog/kari-hardarson/entry/228610/

Bjarni Bragi Kjartansson, 26.7.2007 kl. 23:46

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég hef heyrt um svona strætóstyrk og minnir mig að ég hafi einmitt heyrt um slíkt átak hjá fyrirtækjum í Seattle, þar sem ég bjó einu sinni. En ef allir fara Kópavogsleiðina um áramótin þurfum við ekki að hugsa um strætópeninga, allir fá frítt í Strætó og það á kostnað sveitarfélaganna.

Herdís Sigurjónsdóttir, 27.7.2007 kl. 09:40

6 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Þetta er allt gott og blessað hjá þér Dharma auðvitað geta fyrirtæki keypt þær lóðir og varið þeim peningum til bílastæða sem þau kjósa en það er smá Palli var einn í heiminum hugsunarháttur í þessu hjá þér; Ég vil bara keyra minn stóra bil þangað sem mér sýnist og haldiði kjafti....

Það er rík ástæða fyrir því að fólk er að skoða þessi mál. Landrými er takmarkað, hreina loftið jafnvel líka. Einhverra hluta vegna eru stórum bílum settar skorður í helstu borgum heimsins. Ég held td. að ef þú ynnir á Manhattan væri ekki sjálfgefið og frekar ósennilegt að þú fengir sjálfkrafa bílastæði við vinnustaðinn þinn.

Ég er ekki að bera samann New York og Reykjavík en takmarkað landrými, fjölgun bíla og aukin loftmengun er staðreynd og sjálfsagt að ræða þessi mál án þess að vera með upphrópanir um svik við stefnu Sjálfstæðisflokkinn.

Bjarni Bragi Kjartansson, 27.7.2007 kl. 14:43

7 Smámynd: Skarfurinn

Þarna sést rétt eðli Sjálfstæðismanna, þetta eru þá eftir allt verkfæri skattpíningarinnar þó þeir tali öðruvísi, hef lúmskt gaman að þessu.

Skarfurinn, 27.7.2007 kl. 15:57

8 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Umhugsunarverð hugmynd. Tilvalið að útfæra hana nánar og þú ert svo sannarlega í góðri stöðu til þess.

Dögg Pálsdóttir, 30.7.2007 kl. 20:00

9 identicon

Alltaf gaman að sjá frjóa hugsun og framsýni hjá stjórnmálamönnum, sérstaklega þeim sem eru í meirihluta og hafa alvöru áhrif. Sammála því að þetta er eina vitið, og ég skora á ykkur sem stýrið borgarkerfinu að beita ykkur fyrir því að Reykjavíkurborg gangi á undan með góðu fordæmi og innleiði þessa starfsmannastefnu hjá sér.

Hvernig dharma fær það út að starfsmannastefna sem gerir ekki greinarmun á því hvaða samgöngumáta starfsfólkið kýs sér (og er algjörlega val hvers vinnuveitanda) jafngildi því að stjórnmálamenn vilji neyða fólk til að taka strætó, er auðvitað rannsóknarefni út af fyrir sig.

Baldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband