Yngri pólitík í borginni

Það verður áhugavert að vita hvort að einhverjar breytingar verða á borgarstjórn í ljósi þess að tveir borgarfulltrúar eru nú einnig orðnir þingmenn.    Árni Þór Sigurðsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir þingmenn Reykjavíkurkjördæmis gætu hugsað sér til hreyfings.

Annars fannst mér gaman að sjá hversu mikið meðaltalið í borgarráði lækkaði um daginn, nánar tiltekið 16. maí sl.  Mér telst til að meðalaldur kjörinna fulltrúa  sem sátu allan fundinn (Árni Þór vék af fundi) hafi verið 37 ár.   Allt í lagi, 39 ár ef Árni er talinn með!  Miðað við að meðalaldur þingmanna hafi hækkað nú efitr kosningar þá finnst mér gaman að vekja athygli á þessu. 

Oddný (1976)
Björn Ingi (1973)
Gísli Marteinn (1972)
Kjartan Magnússon (1967)
Hanna Birna (1966)
Björk Vilhemsdóttir (1963)
Árni Þór (1960)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og svo má ekki gleyma vara borgarfulltrúanum honum Bolla.

Guðmundur J (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband