Stjórnarandstaða Framsóknarflokksins hafin

Það eru spennandi samningaviðræður sem standa yfir milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins.   Ætli við förum ekki að kalla hina nýju stjórn ,,SS-stjórnina" í gríni?   Það er spurning hvort að Framsóknarmenn, sem eru eðli málsins samkvæmt byrjaðir í stjórnarandstöðu af fullum þunga, nái að kalla stjórnina Baugsstjórn út kjörtímabilið.  Ég held að ef málefnasamningar verði vel unnir þá geti þessi stjórn náð miklum framförum á ýmsum sviðum og nafnið komi í kjölfarið.

En þeir eru alltaf kraftmiklir Framsóknarmennirnir.  Strax byrjaðir að hamra á nýrri stjórn, Geir og Ingibjörgu.   Þeir hafa aldrei verið kallaðir latir frammarar!  Mér finnst hálfskondið að Framsóknarmenn skuli vera svona bitrir nú.  Þó að einhverjar þreifingar hafi átt sér stað á milli XS og XD þá hefðu þeir heldur betur gert það nákvæmlega sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Nei, Þorbjörg.  Hún verður ætíð nefnd Baugsstjórnin. 

Enda verður SS senn lagt niður ef áform Baugs ná fram að ganga (krafa nr. 3 eða 4, leyfa frjálsan innflutning á landbúnaðarafurðum) og því tel ég líklegra að landbúnaðurinn muni vilja kenna ykkur frekar við þýsku stormsveitirnar.

Eygló Þóra Harðardóttir, 18.5.2007 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband