Græn skref í Reykjavík


Í borgarstjórn í dag voru skemmtilegar umræður um 10 græn skref sem nýr meirihluti í Reykjavík lagði fram og kynnti í síðustu viku. Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfisráðs fór yfir skrefin og markmiðin með hverju og einu. Meðal annars stendur fyrir dyrum að gera tilraun um að gefa námsmönnum ókeypis í strætó og bæta og breikka hjólastíga. Í skólum á að styrkja endurvinnsluúrræði og bæta innkauparamma til að bæta aðgengi skólanna að lífrænt ræktuðum mat. Ég hlakka til að taka við þeim verkefnum í skrefunum sem snúa að mínu verksviði, þ.e. Strætó bs. og Leikskólasviði.


Í umhverfisráði er ungur hópur stjórnmálamanna sem eru sammála um að vera ekki að taka pólitíska slagi um góð mál sem þessi. Ég fagna þessu viðhorfi í umhverfisráði enda er gaman að vera fulltrúi í því ráði. Formaðurinn hefur verið sérlega góður í því að hrósa því sem vel hefur verið gert á síðasta kjörtímabili og minnihlutinn hefur hrósað nýjum meirihluta og tekið þátt í góðum verkum. Við erum sammála um flest mál en líka sammála um að vera ósammála. Skotgrafarhernaðurinn er sýnilega minni en í öðrum ráðum. Kannski er þetta fyrirboði breytinga í stjórnmálum sem sýnir önnur vinnubrögð nýrrar kynslóðar. Auðvitað verður áfram tekist á um álitamál enda eðlilegt. Það er hins vegar mikill munur varðandi framgang góðra mála þegar fulltrúar eru sammála. Grænu skrefin hafa fengið afar jákvæðar viðtökur og það er án efa að hluta til vegna samstöðu í umhverfisráði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guttormur

Græn skref í Reykjavík. líka á svæði IV í Laugardal
Í nýútkominni stefnuskrá Reykjavíkurborgar segir m.a.: “ Á næstu árum mun
Reykjavíkurborg stíga stór vistvæn skref og verða til fyrirmyndar í umhverfismálum. .......... ”Lóðir grunn- og leikskóla verða endur-bættar..... og síðan kemur uppáhaldfærslan:   
Öll hverfi fá eigið náttúrusvæði til útikennslu og umhverfisfræðslu
”

Svæði IV í Laugardal er grænt svæði, ætlað til útkennslu og umhverfisfræðslu í Langholtsskóla auk þess að þjóna íbúum í námunda við Laugardalinn sem grænt opið svæði. Það yrði skipulagsslys ef ráðist er á þetta græna svæði og algjörlega í mótsögn við grænu skref Reykjavíkur.  Ætlar Umhverfisráð að láta Skipulagsráð vaða inn á þessu grænu svæði í hvert sinn sem vantar góða bygginarlóð?   Langar að fá að vita það hvort Umhverfsiráð standi ekki örugglega vörð um græn svæði  í borginni.  Held með Umhverfisráði í þessu máli og styð ykkur til allra góðara verka.

Andrea Þormar

Guttormur, 23.4.2007 kl. 13:24

2 Smámynd: Guttormur

Græn skref í Reykjavík. líka á svæði IV í Laugardal
Í nýútkominni stefnuskrá Reykjavíkurborgar segir m.a.: “ Á næstu árum mun
Reykjavíkurborg stíga stór vistvæn skref og verða til fyrirmyndar í umhverfismálum. .......... ”Lóðir grunn- og leikskóla verða endur-bættar..... og síðan kemur uppáhaldfærslan:   
Öll hverfi fá eigið náttúrusvæði til útikennslu og umhverfisfræðslu
”

Svæði IV í Laugardal er grænt svæði, ætlað til útkennslu og umhverfisfræðslu í Langholtsskóla auk þess að þjóna íbúum í námunda við Laugardalinn sem grænt opið svæði. Það yrði skipulagsslys ef ráðist er á þetta græna svæði og algjörlega í mótsögn við grænu skref Reykjavíkur.  Ætlar Umhverfisráð að láta Skipulagsráð vaða inn á þessu grænu svæði í hvert sinn sem vantar góða bygginarlóð?   Langar að fá að vita það hvort Umhverfsiráð standi ekki örugglega vörð um græn svæði  í borginni.  Held með Umhverfisráði í þessu máli og styð ykkur til allra góðara verka.

Andrea Þormar

Guttormur, 23.4.2007 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband