Greiđslur auknar til dagforeldra

Framlög til dagforeldra aukast um 32% 1. janúar 2007.

Ţann 1. janúar 2007 eykst framlag Leikskólasviđs Reykjavíkurborgar međ börnum hjá dagforeldrum um 32%. Markmiđiđ međ ţví ađ auka framlag til dagforeldra er fyrst og fremst ađ lćkka kostnađ foreldra sem nýta sér ţjónustu dagforeldra en einnig ađ tryggja grundvöll fyrir ţjónustunni, ţ.e. ađ ţjónusta dagforeldra verđi áfram til stađar í borginni.

Borgarstjórn samţykkti breytingartillögu leikskólaráđs á fjárhagsáćtlun 19. desember sl. ţar sem óskađ var eftir verulegri hćkkun framlaga borgarinnar međ börnum sem njóta ţjónustu dagforeldra í borginni. Nýleg könnun Félagsvísindastofnunar HÍ sem gerđ var fyrir Menntasviđ sýndi ađ yfir 90% foreldra sem nýta sér ţjónustu dagforeldra eru mjög ánćgđir međ ţjónustuna. Dagforeldrar eru mjög mikilvćgur liđur í ţjónustu viđ foreldra strax eftir ađ fćđingarorlofi lýkur. Ţrátt fyrir ţetta hefur dagforeldrakerfiđ á undanförnum árum fengiđ lítinn stuđning borgaryfirvalda. Lítill stuđningur viđ ţetta mikilvćga kerfi undanfarin ár hefur til dćmis leitt af sér 37% fćkkun dagforeldra frá árinu 2000.

Miđađ er viđ ađ ţessi aukning framlags til dagforeldra kosti Reykjavíkurborg 85 milljónir á ári. Áhrif ţessara breytinga felur í sér ađ barn hjóna sem er í 8 tíma vistun hjá dagforeldri fćr niđurgreiđslu frá Reykjavíkurborg um kr. 31.880 á mánuđi en fékk áđur kr. 21.600. Niđurgreiđslan hćkkar ţví hjá hjónum og foreldrum í sambúđ um kr.10.280 eđa um ríflega 110.000 kr. ár ári. Barn einstćđs foreldris og foreldrum sem báđir stunda nám og er í 8 tíma vistun hjá dagforeldri fćr niđurgreiđslu frá Reykjavíkurborg um kr. 49.440 á mánuđi en fékk áđur kr. 33.520. Niđurgreiđslan hćkkar ţví hjá einstćđum foreldrum og foreldrum sem báđir stunda nám um kr. 15.920 eđa um 175.000 kr. á ári.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband