Ágreiningurinn hefur alltaf verið til staðar

Eftirfarandi fréttir sýna skýrt hversu ósammála R-listinn er í orkumálum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að þessi staða kemur upp en nýjasta dæmið er uppákoman um rannsóknir á orkuöflun í Kerlingarfjöllum. Vinstri grænir hafa hingað til verið lempaðir í umræðunni en nú virðist vera komið annað hljóð í fólkið. Það verður áhugavert að fylgjast með þessu næstu daga.

20.3.2006 NFS Fréttir
Stjórnvöld máttu vita í byrjun febrúar að herinn færi. Nú er atvinnulífið á Suðurnesjum í uppnámi, en álversframkvæmdir gætu samt hafist í Helguvík þegar á næsta ári. Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur hefur tilkynnt forsætisráðherra að Orkuveitan geti komið að orkusölu til stóriðju á Suðurnesjum mun fyrr en áður var talið. Í umræðum síðustu daga um atvinnumál á Suðurnesjum hefur komið fram að Norðurál treystir sér strax á næsta ári til að hefja framkvæmdir við álver í Helguvík sem hæfi rekstur eftir 3 ár. Til þess þurfi þó 200 Megavött af raforku, þar af geti Hitaveita Suðurnesja útvegað 100 megavött fyrir þann tíma, en leita þurfi Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar um það sem á vantar. Í viljayfirlýsingu Landsvirkjunar og Alcan fyrir 2 mánuðum skuldbatt Landsvirkjun sig hins vegar til þess að ræða ekki við aðra aðila um orkusölu til stóriðju fyrr en séð yrði hvort samningar tækjust um Straumsvík. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar: Við hófum samningaviðræður við Alcan í Straumsvík og ég á ekki von á því að þeim ljúki fyrr en seint á þessu ári og á meðan við ræðum við þá, getum við ekki talað við aðra. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur: Ja, ég vil nú geta þess að Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, hefur leitað til Orkuveitu Reykjavíkur og spurst fyrir um það hvort að Orkuveitan gæti útvegað viðbótarraforku til stóriðju í Helguvík. Ég hef tjáð forsætisráðherra að við séum jákvæðir og munum skoða það vandlega hvort að við getum ekki gert þetta og svona í fljótu bragði þá virðist mér ekkert standa í vegi fyrir því að svo geti orðið. Orkuveitan hefur einnig ritað undir viljayfirlýsingu gagnvart Straumsvík, en Alfreð telur að fyrirtækið geti samhliða þjónað Helguvík. Alfreð Þorsteinsson: En svona almennt séð, þá held ég að við ættum að geta bæði útvegað orku til Alcans og til Helguvíkur. Ekki eru nema 10 mánuðir frá því að stjórn Orkuveitunnar hætti við að skrifa upp á viljayfirlýsingu um orkusölu til álvers í Helguvík vegna andstöðu Vinstri-grænna í borgarstjórn Reykjavíkur. En gæti slík mótstaða truflað þessi áform? Alfreð Þorsteinsson: Ja, ég tel nú að forsenda séu mjög breyttar. Þetta er náttúrulega mjög sérstök staða sem er komin upp á Suðurnesjum og menn hljóti nú að vera tilbúnir til þess að ræða málið á þeim grundvelli. Ég trúi því ekki að nein stjórnmálaöfl hér í landinu standi gegn því að fólk, hvort sem það er á Suðurnesjum eða annars staðar geti stundað atvinnu.

NFS, 21. Mars 2006 12:30
Gagnrýna stjórnarformann OR Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík telur fráleitt að Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, vilji að Orkuveitan hafi forgöngu um frekari skuldbindingar um orkusölu til álvers í Helguvík, án samráðs við stjórn Orkuveitunnar og borgarstjórn. Í fréttum NFS í gær sagði Alfreð að til greina kæmi að Orkuveitan kæmi að slíkri orkuöflun. Stjórn Vinstri grænna minnir á að fyrir fáum mánuðum hafi stjórn Orkuveitunnar ákveðið að taka ekki þátt í orkuöflun fyrir Helguvík og sú ákvörðun standi enn óhögguð.


Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
thorbjorg.vigfusdottir@mi.is
www.thorbjorg.isÚr skjali

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband